Ferill 210. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1074  —  210. mál.




Breytingartillaga



við frv. til l. um starfsréttindi tannsmiða.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur, Þuríði Backman og Bryndísi Hlöðversdóttur.



    1. mgr. 1. gr. orðist svo:
    Tannsmiðir með meistararéttindi geta á eigin ábyrgð smíðað tanngóma og þá m.a. unnið að töku móta og mátun enda séu ekki sjúklegar breytingar eða meðfæddir gallar í munni eða kjálka viðskiptavinar samkvæmt heilbrigðisvottorði tannlæknis, svo og gert við tanngóma og tannparta. Að smíði tannparta á eigin ábyrgð skulu þeir starfa í samvinnu við tannlækni.